Lið frá aðildarfyrirtækjum Samorku keppa um titilinn Fagmeistari Samorku 2024!
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
1. Tengja inn á lágspennustreng
2. Uppsetning á rofa í götuskáp
3. Tengja inn á mæli
4. Stígvélakast
Það er enginn annar en Landinn okkar allra, Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem lýsir Fagkeppni Samorku í ár.
Atli Kanill þeytir skífum á meðan á keppninni stendur!
Hér eru nokkrar myndir frá Tækni- og framkvæmdadeginum árið 2019 (þegar síðasta Fagþing raforku var haldið í Keflavík). Þetta er ávallt mikil stemning og gleði!