Að kvöldi fimmtudagsins 23. maí á Hótel Örk
Fordrykkur
Fordrykkurinn er í boði Johan Rönning.
Veislustjórn:
Hin bráðhnyttna Björk Guðmundsdóttir sér um að allt gangi vel fyrir sig.
Björk Guðmundsdóttir, ekki söngkona, er skemmtikraftur og leikkona. Hún er einn af lykilmeðlimum spunahópsins Improv Íslands en þau hafa sýnt fyrir fullum Þjóðleikhúskjallara síðastliðin 10 ár. Hún á auðvelt með að ná til allra, er með einlæga og fyndna orku og það er aldrei að vita nema að hún taki eitt lítið lag til heiðurs nöfnu sinnar ef hún er peppuð nógu mikið. Björk hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Skvíz, Aftureldingu og sketsaþáttunum Kanarí.
Matseðill:
Forréttur:
Humarsúpa
Steiktur leturhumar og léttþeyttur rjómi
Aðalréttur:
Grilluð nautalund, bearnaise sósa, kryddsoðin kartafla og steiktir sveppir
Eftirréttur:
Volg súkkulaðikaka með blautum kjarna, hindberjasósa og vanilluís.
Vinsamlegast látið vita ef um ofnæmi er að ræða með því að senda póst á lovisa@samorka.is
Matseðill fyrir grænkera
Forréttur:
Rauðrófu „carpaccio“ – valhnetur – klettasalat – tómatvinaigrette
Aðalréttur:
Hnetusteik – bankabygg – bakaðir tómatar – villisveppasósa
Eftirréttur:
Blá- og jarðarberjasorbet
Vinsamlegast látið vita ef óskað er eftir grænkeraseðli með því að senda póst á lovisa@samorka.is. Einnig þarf að láta vita um ofnæmi eða aðrar séróskir í mat.
Dansleikur
Að loknu borðhaldi bjóðum við á ball!
Sveitaballahljómsveitin Allt í einu mun halda uppi stuðinu! Búið ykkur undir að dansa frá ykkur allt vit á gólfinu!
Verð:
Verð pr. mann fyrir kvöldverð og skemmtun er 15.900 kr.
Athugið að drykkir eru undanskildir.